Fyrirvarar

Ljósamyndunum er einungis ætlað að vera leiðbeinandi. Þær sýna tiltæka afhendingargetu á hverjum afhendingarstað Landsnets m.v. stöðu framkvæmda í flutningskerfinu. Tiltæk afhendingargeta er reiknuð út frá einstökum álagstilfellum á dæmigerðum háálagstíma, hún er innbyrðis háð og miðast við N-0 afhendingaröryggi.

N-0 afhendingaröryggi: Þrátt fyrir að hægt sé að bæta við álagi á afhendingarstað skv. ljósamynd er ekki öruggt að um fullt N-1 afhendingaröryggi verði að ræða á öllum afhendingarstöðum. Slíkt þarf að skoða í hverju tilfelli fyrir sig.

Tiltæk afhendingargeta á afhendingarstöðum innbyrðis háð: Ljósamyndirnar eru skilgreindar út frá stöðu flutningskerfisins. Ef bætt er við notkun á einum afhendingarstað, hefur það áhrif á afhendingargetu í öðrum afhendingarstöðum í kerfinu og þarf því að endurreikna ljósamyndirnar í framhaldinu.

Kostnaður er gróflega áætlaður út frá verðbanka Landsnets m.v. ofangreindar forsendur.

Tími sem gefinn er upp er framleiðslutími búnaðar og fram að spennusetningu. Ekki er tekið tillit til þess tíma sem fer í undirbúning áður en pöntun eða útboð á búnaði fer fram, eða aðra leyfisskilda þætti.

Kortið skal ekki túlka sem tilboð um tengingu heldur er það ætlað til hliðsjónarvið áætlanagerð. Meta þarf hvert verkefni fyrir sig þar sem kröfur og þarfir notenda eru misjafnar. Því þarf að framkvæmda nákvæmari kerfisgreiningar fyrir einstaka verkefni og framkvæmdir til undirbúnings flutningssamningum.

Eingöngu er horft á mögulega aflaukningu til stórnotenda, kortið segir því ekki til um hver möguleg aukning er til dreifiveitu á hverjum afhendingarstað fyrir sig.

Mikilvægt er að kynna sér almennar upplýsingar varðandi nýjar tengingar við flutningskerfið, hér er hægt að kynna sér þær og hafa samband ef einhverjar spurningar vakna.

Upplýsingar fyrir aðila sem hafa áhuga á að tengjast við kerfið